Háskóladagurinn 2022
Á Háskóladaginn gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttu námsframboði við HR
Á Háskóladaginn gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttu námsframboði við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Á Háskóladeginum fer fram kynning á öllu háskólanámi á Íslandi.
Í ár, eins og í fyrra, verður boðið upp á stafrænan Háskóladag
Bein útsending verður frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar frá kl. 12 - 14. Þar munu nemendur úr stúdentafélaginu taka viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR. Einnig verða nemendur úr nemendafélögum í brennidepli og munu þeir sýna aðstöðuna í HR og kynna þjónustuna sem þar er í boði.
Áhugasömum gefst einnig tækifæri til þess að spjalla við nemendur, kennara og starfsfólk á zoom frá kl. 12 -15.
Sjá frekari upplýsingar um Háskóladaginn
Dagskrá Háskóladagsins - Bein útsending frá Háskólanum í Reykjavík fer fram frá kl. 12 - 14
- Náms- starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta HR
- Sálfræði
- Verkfræði
- Alþjóðasvið
- Viðskiptafræði
- Tæknifræði
- Byggingafræði
- Íþróttafræði
- Lögfræði
- Tölvunarfræði