Viðburðir eftir árum


Háskóladagurinn 2022

Á Háskóladaginn gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttu námsframboði við HR

  • 26.2.2022, 12:00 - 15:00

Á Háskóladaginn gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttu námsframboði við HR og spjalla við nemendur, kennara og náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu. Á Háskóladeginum fer fram kynning á öllu háskólanámi á Íslandi. 


Í ár, eins og í fyrra, verður boðið upp á stafrænan Háskóladag

Bein útsending verður frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar frá kl. 12 - 14. Þar munu nemendur úr stúdentafélaginu taka viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR. Einnig verða nemendur úr nemendafélögum í brennidepli og munu þeir sýna aðstöðuna í HR og kynna þjónustuna sem þar er í boði.

Áhugasömum gefst einnig tækifæri til þess að spjalla við nemendur, kennara og starfsfólk á zoom frá kl. 12 -15. 

Sjá frekari upplýsingar um Háskóladaginn  

https://vimeo.com/679346226

Dagskrá Háskóladagsins - Bein útsending frá Háskólanum í Reykjavík fer fram frá kl. 12 - 14 

  • Náms- starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta HR
  • Sálfræði
  • Verkfræði
  • Alþjóðasvið 
  • Viðskiptafræði
  • Tæknifræði
  • Byggingafræði 
  • Íþróttafræði
  • Lögfræði
  • Tölvunarfræði


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is