Viðburðir eftir árum


Hnakkaþon

Keppni fyrir nemendur HR

 • 18.1.2018 - 20.1.2018

Tekur þú áskoruninni?

Hnakkaþon er skemmtileg hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík. Nemendurnir vinna saman í liðum og setja fram hugmynd eftir þriggja daga vinnu þar sem þeir fá leiðsögn frá sérfræðingum í atvinnulífinu.

Þátttaka krefst ekki sérstakrar kunnáttu, heldur einungis skapandi hugsunar og góðrar samvinnu. Keppendur þurfa að kynna sér ýmsa þætti eins og markaðsmál, hugbúnað, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

Allt að fimm þátttakendur geta verið saman í liði og er skilyrði að lið séu kynjablönduð. Eindregið er hvatt til þess að lið séu mynduð af nemendum úr fleiri en einni deild.

Dýrmæt reynsla

Í keppninni öðlast nemendur dýrmæta reynslu í að:

 
 • Leysa verkefni fyrir alvöru fyrirtæki
 • Þróa og setja fram hugmynd á þremur dögum
 • Kynna hugmynd fyrir dómnefnd
 • Nýta athugasemdir sérfræðinga úr atvinnulífinu
 • Fá útrás fyrir sköpunargleðina

Vinningsliðið fer í heimsókn á stærstu sjávarútvegssýningu í Boston í mars í boði bandaríska sendiráðsins og Icelandair Group. Keppnin er samstarfsverkefni HR og SFS og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Keppnin er opin öllum nemendum HR.

Dagskrá Hnakkaþons 2018

Fimmtudagur 18. janúar

Kl. 13:30. Keppendur fá áskorun afhenta í stofu M105.

Kl. 15:30. Að lokinni setningarathöfn skrá keppendur sig í viðtöl hjá  sérfræðingum og þiggja góð ráð. Staðsetning: Opni háskólinn (2. hæð í Mars).

Fyrirlesarar á setningarathöfn

 • Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
 • Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim
 • Jón Jóhannesson, innkaupastjóri f. Bandaríkjamarkað hjá  Icelandic
 • Hallgrímur Björnsson, forstöðumaður markaðsdeildar Eimskips
 • Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo
 • Hilmar B. Jónsson, matreiðslumaður

Fundarstjóri: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá HR

Hverjir eru sérfræðingarnir?

 • Hallgrímur Björnsson, forstöðumaður markaðsdeildar Eimskips
 • Jón Þór Ágústsson, sölufulltrúi hjá Samhentum
 • Jón Jóhannesson, innkaupastjóri fyrir Bandaríkjamarkað hjá Icelandic
 • Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri hjá Brim

Föstudagur 19. janúar

Liðin vinna í sínum hugmyndum.

Laugardagur 20. janúar

Kl. 12:00. Liðin skila inn lausnum á atvinnulif@ru.is.

Kl. 14:00. Kynningar fyrir dómnefnd í stofu V101. Aðeins eitt lið er í salnum hverju sinni.

Kl. 15:00. Dómnefnd lýkur störfum. Þátttakendum er boðið í móttöku þar sem bornar eru fram léttar veitingar.

Kl. 16:00. Verðlaunaafhending í Sólinni þar sem Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri í HR, Jill Esposito, bandaríska sendiráðinu og Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair Group veita viðurkenningar.

Fulltrúar í dómnefnd   

 • Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group
 • Bylgja Hauksdóttir, umboðsaðili fyrir North Coast Seafoods Ltd.
 • Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskip 

 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
 • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla í HR
 • Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri Brim
 • Þorgeir Pálsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HR

Skráning

Vinsamlega skráið ykkur til leiks með því að senda Margréti Þóroddsdóttur, verkefnafulltrúa atvinnutengsla HR, tölvupóst á:

margretth@ru.is

Vefsíða Hnakkaþons

Það er hægt að sjá þrautir úr eldri keppnum og sjá viðtöl við lið sem hafa tekið þátt á vefsíðu Hnakkaþonsins:

Lesa meira um HnakkaþonVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is