Viðburðir eftir árum


Hver er kjarni markaðsmisnotkunar?

  • 11.10.2018, 15:45 - 17:30, Háskólinn í Reykjavík

Í tilefni af útgáfu bókar Dr. Andra Fannars Bergþórssonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík "What is Market Manipulation? An Analysis of the Concept in a European and Nordic Context" stendur lagadeild HR fyrir málþingi fimmtudaginn 11. október kl. 15:45 í stofu M104 í HR. Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Markaðsmisnotkun hefur verið töluvert í umræðunni síðastliðin 10 ár - allt frá hruni þriggja stærstu viðskiptabankanna á Íslandi - fyrir þann tíma var þessum brotaflokki veittur lítil athygli og fá mál ratað til dómstóla. Í dag liggja fyrir þó nokkur fordæmi hjá íslenskum dómstólum þar sem dæmt hefur verið fyrir stórfellda markaðsmisnotkun og enn eru slík mál til meðferðar hjá dómstólum.

Bók Andra byggir á doktorsritgerð sem hann vann við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla undir leiðsögn dr. Jesper Lau Hansen, prófessors við lagadeildina. Á málþinginu mun Andri fara yfir helstu niðurstöður bókarinnar um hugtakið markaðsmisnotkun eins og það er skilgreint í Evrópulöggjöfinni (sem íslenska bannið byggir á). Farið verður yfir helstu markaðsmisnotkunarmálin á Íslandi og þau borin saman að einhverju leyti við dóma sem hafa fallið á Norðurlöndunum. Í bókinni voru 65 markaðsmisnotkunarmál frá Norðurlöndunum rannsökuð.

Bókin er gefin út af Brill Publishing sem hluti af rannsóknarseríunni „International Banking and Securities Law“ og er hægt að kaupa bókina á www.amazon.co.uk eða gegnum vefsíðu Brill: http://booksandjournals.brillonline.com/content/journals/24056936.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is