Hvernig á að efla eftirlit með lögreglu?
Innanríkisráðuneytið í samstarfi við Lagadeild Háskólans í Reykjavík og Lagadeild Háskóla Íslands efnir til málþings föstudaginn 12. febrúar nk. kl. 12-14 um eftirlit með lögreglu. Málþingið verður haldið í stofu V-101 á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Dagskrá:
12:00-12:10 Ávarp innanríkisráðherra
12:10-12:30 Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari og formaður nefndar innanríkisráðherra um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu: Kynning á skýrslu nefndarinnar.
12:30-12:50 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari:
Eftirlit með lögreglu - reynsla og framtíðarsýn
12:50-13:10 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna:
Eftirlit með lögreglu - reynsla og framtíðarsýn
13:10-13:30 Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild HÍ:
Skipulag eftirlits með lögreglu
13:30-14:00 Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við Lagadeild HR er fundarstjóri og stýrir umræðum.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.