Viðburðir eftir árum


Kynferðisbrot í brennidepli

Ráðstefna lagadeildar og sálfræðisviðs HR

  • 25.5.2018, 9:00 - 16:30, Háskólinn í Reykjavík
Ráðstefna lagadeildar og sálfræðisviðs HR í stofu V101 þann 25. maí kl. 09:00 - 16:30. 

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er því lýst yfir að eitt af höfuðverkefnum hennar sé að vinna að umbótum í meðferð kynferðisbrota. Þetta ætli ríkisstjórnin að gera með nýrri aðgerðaáætlun, endurskoðun og umbótum á löggjöfinni og fullgildingu Istanbúl-samningsins, sem hefur það að markmiði að vernda konur og börn fyrir ofbeldi.

Vinna við þessa aðgerðaáætlun er hafin. Þannig var Istanbúl-samningurinn fullgiltur af Íslands hálfu 26. apríl 2018. Þá hefur dómsmálaráðherra lagt fram markvissa og framsækna aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Tilgangur hennar er að styrkja innviði réttarvörslukerfisins með það að markmiði að bæta stöðu brotaþola innan þess og efla og samhæfa þjónustu við þá landsvísu. Þá hefur forsætisráðherra skipað þverfaglegan stýrihóp, sem hefur það hlutverk m.a. að fylgja eftir og vinna að heildstæðum úrbótum til að draga úr og sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, m.a. með því að rýna lagaumhverfi kynferðisbrota í þeim tilgangi að styrkja stöðu kærenda brotanna. Í hópnum sitja fulltrúar fimm ráðuneyta og fer fulltrúi forsætisráðherra, Halla Gunnarsdóttir, fyrir hópnum.

Í þeim tilgangi að styðja við og stuðla að markvissri innleiðingu umbóta í réttarvörslukerfinu í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um bætta meðferð kynferðisbrota hafa dómsmálaráðuneytið, lagadeild og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri boðað til ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota undir heitinu „Kynferðisbrot í brennidepli“. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 25. maí 2018 í Háskólanum í Reykjavík. Að borðinu hafa verið kallaðir sérfræðingar og fræðimenn til að leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að vandaðri meðferð mála vegna kynferðisbrota og uppbyggilegri umræðu um málaflokkinn. Í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er sjónum fyrst og fremst beint að þolendum brotanna. Frummælendur koma úr háskólasamfélaginu og réttarvörslukerfinu, auk þess sem móðir eins þolanda mun deila reynslu sinni. Ráðstefnunni verður streymt beint á slóðinni: livestream.com/ru/kynferdisbrot2018

Sjá viðburðinn á Facebook  

Dagskrá

09.00   Setning
Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og dósent við lagadeild HR.

09.05  Ávarp
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.

09.15   Frá áætlun til framkvæmda: Næstu skref í baráttunni gegn kynferðisofbeldi
Halla Gunnarsdóttir formaður stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi.

09.30 – 10.30
Þögnin rofin á samfélagsmiðlum
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent og Rannveig S. Sigurvinsdóttir aðjúnkt við sálfræðisvið HR.

Karlar sem þolendur kynferðisbrota
Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við HA og Elísa Dröfn Tryggvadóttir BA í sálfræði og MS í heilbrigðisvísindum.

Reynsla kvenfanga af kynferðisofbeldi
Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við HA 

10.30   Kaffihlé

10.45 – 12.15
Börn sem þolendur
Þorbjörg Sveinsdóttir MSc í sálfræði og sérfræðingur í Barnahúsi.

Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi
Hulda Elsa Björgvinsdóttir yfirmaður ákærusviðs hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Þolendur í viðkvæmri stöðu
Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Framburður þolanda fyrir dómi í viðurvist ákærða
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara.

Nauðgun unglingsstúlkna: Athugun á málsmeðferðartíma frá kæru til dóms
Svala Ísfeld Ólafsdóttir sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og dósent við lagadeild HR. 

12.15 - 13.00 Hádegishlé

13.00 – 14.30
Vernd barna gegn dæmdum kynferðisbrotamönnum
Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur.

 „Hér með tilkynnist yður að málið hefur verið fellt niður“
Sigurþóra Bergsdóttir móðir.

Stuðningur við þolendur á lögreglustigi máls
Agnes Björk Blöndal lögfræðingur við embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Reynsla þolenda af niðurfellingu máls
Karen Birna Þorvaldsdóttir BA í sálfræði og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við HA.

Hlutverk réttargæslumanns þolanda
Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður 

14.30 Kaffihlé

14.45 – 16.00
Sálræn áföll og reynsla af kynferðisofbeldi meðal karlkynsfanga
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir BA í sálfræði og MS í heilbrigðisvísindum.

Afplánun refsivistar og hvað svo?
Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofnunar

Menntun lögreglumanna og þekking á kynferðisbrotum og kynferðislegu ofbeldi.
Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt í lögreglufræði við HA og fyrrverandi lögreglufulltúi í kynferðisbrotadeild Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. 

16.00   Samantekt og umræður

16.30   Ráðstefnulok

 Fundarstjóri: Svala Ísfeld ÓlafsdóttirVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is