Kynning á meistaranámi í lögfræði
Fáðu innsýn í námið og möguleika að námi loknu
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður til kynningarfundar um meistaranám lögfræði þriðjudaginn 25. apríl. Nemendur og kennarar gefa áhugsömum innsýn í námið og möguleika að námi loknu. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á skrifstofaLD@ru.is .
Staður: Háskólinn í Reykjavík, stofa M326
Stund: 25. apríl kl. 12:00-13:00
Frekari upplýsingar um námið má finna á síðu lagadeildar.