Kynningarfundur um LL.M nám í Bandaríkjunum
Þann 30. maí nk. kl. 12:00 mun Jennifer Maher, aðstoðardeildarforseti alþjóðlegra fræða hjá lagadeild Duke University, flytja erindi um LL.M. meistaranám í Bandaríkjunum. Farið verður yfir kosti og galla þess að sækja framhaldsmenntun í Bandaríkjunum, umsóknarferlið og hvernig eigi að meta þá skóla, áfanga og leiðir sem boðið er upp á.
Jennifer Maher hefur tæplega 30 ára reynslu í kennslu, stjórnsýslu og umsjón með LL.M. námi lagadeildar Duke University.
Fundurinn verður haldinn í stofu M103 Háskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.