Viðburðir eftir árum


Kynningarfundur um LL.M nám í Bandaríkjunum

  • 30.5.2016, 12:00 - 13:00

 

Þann 30. maí nk. kl. 12:00 mun Jennifer Maher, aðstoðardeildarforseti alþjóðlegra fræða hjá lagadeild Duke University, flytja erindi um LL.M. meistaranám í Bandaríkjunum. Farið verður yfir kosti og galla þess að sækja framhaldsmenntun í Bandaríkjunum, umsóknarferlið og hvernig eigi að meta þá skóla, áfanga og leiðir sem boðið er upp á.

Jennifer Maher hefur tæplega 30 ára reynslu í kennslu, stjórnsýslu og umsjón með LL.M. námi lagadeildar Duke University.

 Fundurinn verður haldinn í stofu M103 Háskólanum í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is