Kynningarfundur um meistaranám í lögfræði
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á meistaranám í lögfræði fyrir einstaklinga sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum en lögfræði. Námið er 120 einingar og skal að lágmarki vera tvö ár en ljúka þarf námi eigi síðar en fjórum árum eftir að það hefst.
Kynningarfundur um námið verður haldinn föstudaginn 27. mars kl. 12:00 í dómsal lagadeildar (stofu M105) að Menntavegi 1, Reykjavík.
Allir velkomnir.
hr.is/ld/meistaranam