Viðburðir eftir árum


Lagaleg áhrif Brexit

Ráðstefna á vegum lagadeildar Háskólans  í Reykjavík 14.  október kl. 12:15-13:30 í stofu M103 (dómsal) 

  • 14.10.2016, 12:15 - 13:30

Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig Brexit mun eða getur haft áhrif á ágreiningsmál á milli landamæra en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á Evrópusambandið og samvinnu ríkja innan Evrópu.  Að auki verður vikið að því hvaða áhrif útganga svo þýðingarmikils ríkis á borð við Bretland úr sambandinu getur haft fyrir Ísland.  

Brexit felur ennfremur í sér talsverðar áskoranir fyrir Bretland sjálft. Fyrir utan samningaviðræður um útgöngu er óhjákvæmilegt að skoða útgöngu á innra markaði Evrópska efnahagssvæðisins í heild sinni og áhrif á ríki sem vilja starfa á þeim innra markaði en utan Evrópska efnahagssvæðisins. Á ráðstefnunni verður fjallað um framangreinda þætti og fleiri.

 Dagskrá:

Ávarp
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra

Brexit og ágreiningsmál milli landamæra

 Dr. Geert van Calster prófessor í lögum við KU  í Leuven í Belgíu. Dr. van Calster sérhæfir sig meðal annars í Evrópurétti, umhverfisrétti og alþjóðlegum einkamálarétti. Sjá nánar um van Calster: http://www.gavc.be/ og https://gavclaw.com/

 
Brexit frá sjónarhóli EES

Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður,  meðeigandi á Advel lögmannsstofu, stundakennari við lagadeild HR og fyrrverandi forstöðumaður lagaskrifstofu EFTA.

Fundarstjóri er dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild HR.

Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnan fer fram á ensku.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is