Viðburðir eftir árum


Hver ber ábyrgð ef ökutæki með gervigreind veldur árekstri?

  • 3.11.2014, 17:00 - 19:00

Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar sem haldinn verður mánudaginn 3. nóvember næstkomandi klukkan 17:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, í dómsal, stofu M103.

Á fundinum verður m.a. rætt um hvort tilefni sé til að veita gervigreind lagaleg réttindi og/eða skyldur og þá hvers konar. Eiga fyrirbæri með gervigreind að njóta einhverra réttinda sambærileg við mannréttindi?


Framsögumenn verða:
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR og fyrrverandi forseti tölvunarfræðideildar HR
Helga Rún Viktorsdóttir, vísindasiðfræðingur og verkefnastjóri hjá Rannís
Ingvi Snær Einarsson, lögmaður hjá LEX lögmönnum.


Fundarstjóri verður Þóra Hallgrímsdóttir sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis og kaffi verður í boði.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is