Loftslagsbreytingar og yfirráð yfir hafsvæðum
Málstofa lagadeildar
Lagadeild HR stendur fyrir málstofu í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 30. september 2016 kl. 12-13 í stofu M103 (dómsalnum).
Loftslagsbreytingar hafa í för með sér hækkun sjávarmáls og sjávarrof. Afleiðingarnar eru m.a. að strandlengjur taka breytingum og eyjur og sker sökkva í sæ. Tilkall ríkja til hafsvæða veltur á strandlengjum þeirra og geta því loftslagsbreytingar haft áhrif á réttarstöðu strandríkja, þ.m.t. Íslands. Á málstofunni munu fyrrum nemendur við lagadeild HR, þær Snjólaug Árnadóttir og Svava Pétursdóttur fjalla um þessi mál. Annars vegar út frá sjónarhóli afmörkunar hafsvæða á milli nágrannaríkja og hins vegar svokallaðra beinna grunnlína en það eru þær línur sem víðátta hafsvæða margra strandríkja er mæld út frá.
Dagskrá:
Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR og Fulbright Arctic Initiative fræðimaður setur málstofuna og stýrir henni.
Snjólaug Árnadóttir doktorsnemi við lagadeild Edinborgarháskóla.
-Áhrif loftslagsbreytinga á afmörkun hafsvæða.
Svava Pétursdóttir lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
-Áhrif hækkunar sjávarmáls á grunnlínur Íslands.
Almennar umræður og spurningar úr sal.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.