Viðburðir eftir árum


Loftslagsbreytingar og yfirráð yfir hafsvæðum

Málstofa lagadeildar

  • 30.9.2016, 12:00 - 13:00

Lagadeild HR stendur fyrir málstofu í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 30. september 2016 kl. 12-13 í stofu M103 (dómsalnum).                                                        

Loftslagsbreytingar hafa í för með sér hækkun sjávarmáls og sjávarrof. Afleiðingarnar eru m.a. að strandlengjur taka breytingum og eyjur og sker sökkva í sæ. Tilkall ríkja til hafsvæða veltur á strandlengjum þeirra og geta því loftslagsbreytingar haft áhrif á réttarstöðu strandríkja, þ.m.t. Íslands. Á málstofunni munu fyrrum nemendur við lagadeild HR, þær Snjólaug Árnadóttir og Svava Pétursdóttur fjalla um þessi mál. Annars vegar út frá sjónarhóli afmörkunar hafsvæða á milli nágrannaríkja og hins vegar svokallaðra beinna grunnlína en það eru þær línur sem víðátta hafsvæða margra strandríkja er mæld út frá.

Dagskrá:

Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR og Fulbright Arctic Initiative fræðimaður setur málstofuna og stýrir henni.

Snjólaug Árnadóttir doktorsnemi við lagadeild Edinborgarháskóla.

-Áhrif loftslagsbreytinga á afmörkun hafsvæða.      

Svava Pétursdóttir lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

-Áhrif hækkunar sjávarmáls á grunnlínur Íslands.

Almennar umræður  og spurningar úr sal.

 Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is