Viðburðir eftir árum


Mannamunur í mannréttindum

Opnun Réttindagáttar og málþing Geðhjálpar og HR um réttindi fólks með geðröskun 

  • 4.5.2017, 16:00 - 18:00

Opnun Réttindagáttar og málþing Geðhjálpar og Háskólans í Reykjavík um réttindi fólks með geðröskun. Málþingið fer fram í Háskólanum í Reykjavík þann 4. maí í stofu V101. 

Dagskrá:

16.00 – 16.05  Inngangsorð

Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild HR, flytur inngangsorð.

16.05 – 16.15 Mannamunur í mannréttindum

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, fjallar um tildrög fundarins og baráttu samtakanna fyrir endurskoðun lögræðislaga. 

16.15 – 16.35 Lögræðislögin

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, fjallar um gildandi lögræðislög og svarar því hvort ástæða sé til að endurskoða lögin. 

16.35 – 17.15 Lærdómur Réttindagáttarinnar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og þingmaður, kynnir www.rettindagatt.is og segir frá því hvaða lærdóm hún dró af yfirferð yfir helstu lög og sáttmála um mannréttindi fólks með geðröskun við vinnslu vefsins. 

17.15 – 17.30 Mín eigin rússíbanareið

Kristinn Rúnar Kristinsson segir frá reynslu sinni af geðhvörfum, þvingun við nauðungarvistun og meðferð á spítala. 

17.30 – 17.45 Hið „ósýnilega“ valdaleysi

Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fjallar um „ósýnilegt“ valdaleysi og aðra vankanta í framkvæmd þjónustu við fólk með geðröskun út frá lögræðislögunum.

17.45 – 18.00 Pallborðsumræður

Hrannar Jónsson, Sigríður Á. Andersen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Kristinn Rúnar Kristinsson og Brynhildur G. Flóvenz sitja fyrir svörum. 

17.55– 18.00 Samantekt

Þórdís Ingadóttir tekur saman helstu niðurstöður málþingsins.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is