Nemendur hljóta viðurkenningu fyrir góðan árangur
Forsetalistaathöfn 26. september
Fimmtudaginn 26. september fá nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi viðurkenningu. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld annarinnar. Að auki fá þeir nýnemar sem stóðu sig best í framhaldsskóla styrk og fá einnig niðurfelld skólagjöld.
Við sama tilefni verða veitt frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur en þau hlýtur sá hópur sem er talinn hafa sett fram bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem fór fram í vor. Einnig veitir bókaútgáfan Codex framúrskarandi nemanda í lagadeild hvatningarverðlaun.