Viðburðir eftir árum


Nemendur hljóta viðurkenningu fyrir góðan árangur

Forsetalistaathöfn 26. september

  • 26.9.2019, 17:00 - 18:00, Háskólinn í Reykjavík

Fimmtudaginn 26. september hljóta nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi viðurkenningu í Sólinni. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Að auki fá þeir nýnemar sem stóðu sig best í framhaldsskóla styrk og fá einnig skólagjöldin niðurfelld.

Við sama tilefni verða veitt frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur en þau hlýtur sá hópur sem er talinn hafa sett fram bestu viðskiptaáætlunina í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem var haldið í vor. Einnig veitir bókaútgáfan Codex framúrskarandi nemanda í lagadeild hvatningarverðlaun. 

Dagskrá

Setning

Ása Björk Stefánsdóttir, forstöðumaður kennslusviðs

Ávarp

Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhendir nýnemastyrki í grunnnámi

Afhending viðurkenningarskjala

Sviðsforsetar afhenda nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl

  • Verkfræðideild
  • Tölvunarfræðideild
  • Iðn- og tæknifræðideild
  • Viðskiptadeild
  • Sálfræðideild
  • Íþróttafræðideild
  • Lagadeild

Afhending verðlauna

  • Hvatningarverðlaun Codex
  • Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur

Ávarp nemanda: Helena Sveinborg Jónsdóttir, verkfræðideild

Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is