Vísindavaka Rannís
Stefnumót við vísindamenn
Háskólinn í Reykjavík mun taka virkan þátt í Vísindavöku sem haldin verður föstudaginn 23. september 2011 kl. 17-22 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu.
Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.
Vísindakaffi
Vikan fyrir Vísindavökuna verður einnig tileinkuð vísindunum og almenningi boðið í Vísindakaffi dagana 19.-20. september til að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vísindanna og fá tækifæri til að hitta vísindafólkið sjálft.
Dagskrá á vegum Háskólans í Reykjavík
tölvunarfræðideild:
Flugfiskurinn Nemó og hákarlinn Karl, félagslegri gervigreind o.fl.
tækni- og verkfræðideild:
Nýjar rottan er sebrafiskur, Freyja sjálfvirkur kafbátur, vélfuglar, Jakobsstigi Frankensteins og basalttrefjar sem steypustyrkjandi efni.
íþróttafræði:
Komdu og mældu hversu handsterkur þú ert og hvað þú getur stokkið hátt!
lögfræði:
Lögfræðiþjónusta Lögréttu kynnir starfsemina fyrir gestum og gangandi.
sálfræði:
Stress mælingar og athugun á hversu vel þú tekur eftir breytingum!
viðskiptafræði:
Hvernig ber að varast gildrur á tilboðsvörum í verslunum. Nýjungar í stafrænni markaðssetningu.
Svið:
Flugfiskurinn Nemó og hákarlinn Karl leika listir.