Viðburðir eftir árum


Vísindavaka Rannís

Stefnumót við vísindamenn

  • 23.9.2011, 17:00 - 22:00

Háskólinn íVísindavaka 2011 Reykjavík mun taka virkan þátt í Vísindavöku sem haldin verður föstudaginn 23. september 2011 kl. 17-22 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi. 

Vísindakaffi

Vikan fyrir Vísindavökuna verður einnig tileinkuð vísindunum og almenningi boðið í Vísindakaffi dagana 19.-20. september til að kynnast áhugaverðum viðfangsefnum vísindanna og fá tækifæri til að hitta vísindafólkið sjálft.

Dagskrá á vegum Háskólans í Reykjavík

tölvunarfræðideild:
Flugfiskurinn Nemó og hákarlinn Karl, félagslegri gervigreind o.fl.
tækni- og verkfræðideild:
Nýjar rottan er sebrafiskur, Freyja sjálfvirkur kafbátur, vélfuglar, Jakobsstigi Frankensteins og basalttrefjar sem steypustyrkjandi efni.
 íþróttafræði:
Komdu og mældu hversu handsterkur þú ert og hvað þú getur stokkið hátt!
lögfræði:
Lögfræðiþjónusta Lögréttu kynnir starfsemina fyrir gestum og gangandi.
sálfræði:
Stress mælingar og athugun á hversu vel þú tekur eftir breytingum!
viðskiptafræði:
Hvernig ber að varast gildrur á tilboðsvörum í verslunum. Nýjungar í stafrænni markaðssetningu.

Svið:
Flugfiskurinn Nemó og hákarlinn Karl leika listir. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is