Upptaka af málþingi um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins
Nýlega lauk stjórnlagaráð við gerð tillagna að nýrri stjórnarskrá. Hafa þær verið afhentar Alþingi. Tillögurnar gera ráð fyrir umfangsmiklum breytingum á núverandi stjórnarskrá. Af því tilefni hafa lagadeildir Háskólanna á Akureyri, á Bifröst, í Reykjavík og Háskóla Íslands ákveðið að standa sameiginlega að fjórum málstofum um tillögur stjórnlagaráðs. Málstofurnar verða haldnar föstudagana 21. október, 4. nóvember, 11. nóvember og 18. nóvember nk. Sjá nánar hér.
Föstudaginn 18. nóvember, kl. 12.00-13.45 dómsalnum í Háskólanum í Reykjavík
Þróun mannréttinda í tillögum stjórnlagaráðs
Frummælandi: Oddný Mjöll Arnardóttir
Pallborð: Katrín Oddsdóttir, Björg Thorarensen og Margrét Steinarsdóttir