Hvers virði eru vatnsréttindi til orkuöflunar?
Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Draupnir lögmannsþjónusta standa fyrir málþingi um virði vatnsréttinda til orkunýtingar.
Málþingið verður haldið fimmtudaginn 15. mars kl. 15:00-17:00 í dómsal Háskólans í Reykjavík á 1. hæð.
Dagskrá:
Eiríkur S. Svavarsson hrl. LLM hjá Draupi lögmönnum flytur erindi um lagaumhverfið á Íslandi Farið verður yfir helstu lagareglur sem lúta að umfjöllunarefninu í íslenskum rétti svo sem ákvæði raforkulaga og áhrif markaðsvæðingar raforkugeirans fyrir virðingu undirliggjandi auðlinda eins og vatnsréttinda og hvort innleiðing markarðsumhverfis raforku hafi þegar haft áhrif á verðmyndun vatnsréttinda.
Olav Felland lögmaður fjallar um dómsmál í vatnsréttarmálum í Noregi og fer yfir áhrif innleiðingar samkeppnismarkaðar í Noregi á verðmyndun vatsnréttinda, um upphaf svokallaðrar leigugreiðsluaðferðar og þróun hennar í Noregi og fer yfir þróun í dómaframkvæmd sem lýtur að umfjöllunarefninu. Felland fjallar einnig um greinarmun á verðmyndun vatnsréttinda í litlum og stórum vatnsföllum í Noregi, réttarfar matsmála í Noregi o.fl
Arne Jacobsen framkvæmdastjóri Blafall í Noregi fjallar um skýrleika í verðmyndun vatsnréttinda í Noregi og helstu kosti og annmarka í núverandi praksís við verðmyndun vatnsréttinda. Hver er þáttur hins opinbera í formi auðlindagjalda og annarrar gjaldtöku? Jafnframt mun Arne gefa einstök dæmi um verð vatsnréttinda í Noregi út frá viðurkenndum aðferðum, o.fl.
Fundarstjóri er Kristín Haraldsdóttir sérfræðingur og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.