Viðburðir eftir árum


Hvers virði eru vatnsréttindi til orkuöflunar?

  • 15.3.2012, 15:00 - 17:00

Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Draupnir lögmannsþjónusta standa fyrir málþingi um virði vatnsréttinda til orkunýtingar.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 15. mars kl. 15:00-17:00 í dómsal Háskólans í Reykjavík á 1. hæð.

Dagskrá:

Eiríkur S. Svavarsson hrl. LLM hjá Draupi lögmönnum flytur erindi um lagaumhverfið á Íslandi  Farið verður yfir helstu lagareglur sem lúta að umfjöllunarefninu í íslenskum rétti svo sem ákvæði raforkulaga og áhrif markaðsvæðingar raforkugeirans fyrir virðingu undirliggjandi auðlinda eins og vatnsréttinda og hvort innleiðing markarðsumhverfis raforku hafi þegar haft áhrif á verðmyndun vatnsréttinda.

Olav Felland lögmaður fjallar um dómsmál í vatnsréttarmálum í Noregi og fer yfir áhrif innleiðingar samkeppnismarkaðar  í Noregi á verðmyndun vatsnréttinda, um upphaf svokallaðrar leigugreiðsluaðferðar og þróun hennar í Noregi og fer yfir þróun í dómaframkvæmd sem lýtur að umfjöllunarefninu. Felland fjallar einnig um greinarmun á verðmyndun vatnsréttinda í litlum og stórum vatnsföllum í Noregi, réttarfar matsmála í Noregi o.fl

Arne Jacobsen framkvæmdastjóri Blafall í Noregi fjallar um skýrleika í verðmyndun vatsnréttinda í Noregi og helstu kosti og annmarka í núverandi praksís við verðmyndun vatnsréttinda. Hver er þáttur hins opinbera í  formi auðlindagjalda og annarrar gjaldtöku? Jafnframt mun Arne gefa einstök dæmi um verð vatsnréttinda í Noregi út frá viðurkenndum aðferðum, o.fl.  


Fundarstjóri er Kristín Haraldsdóttir sérfræðingur og forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is