Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum
Málþing föstudaginn 23. mars kl. 13:30-16:30 í Háskólanum í Reykjavík.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Hinn launhelgi glæpur. Kynferðisbrot gegn börnum stendur lagadeild Háskólans í Reykjavík fyrir málþingi í samstarfi við Réttindi barna föstudaginn 23. mars 2012
13.30 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og ritstjóri Hins launhelga glæps, setur málþingið.
13.40: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu:
Rannsókn kynferðisbrota gegn börnum.
14.00: Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands:
Refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum.
14.20: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík: Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem áhættuþáttur tilfinninga- og hegðunarvandamála.
14.40 Kaffihlé
15.00: Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir: Gleymt en geymt.
Langtímaafleiðingar kynferðisofbeldis gegn ungum börnum.
15.20: Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands:
Gerendur kynferðisbrota – hvernig á að bregðast við?
15.40: Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur:
Fullorðnir gerendur kynferðisbrota gegn börnum – mat og meðferð.
16.00: Thelma Ásdísardóttir:
Að lifa af. Saga þolanda kynferðisofbeldis.
Fundarstjóri: Geir Gunnlaugsson landlæknir og prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Bókin Hinn launhelgi glæpur verður til sölu í Bóksölu stúdenta á málþingsdaginn með 30% afslætti.