Afmælisdagskrá vegna 10 ára afmælis lagadeildar HR
Boðið er til opinnar afmælisdagskrár þann 14. september í tilefni af því að þann 22. ágúst sl.varð lagadeild Háskólans í Reykjavík 10 ára.
Dagskrá:
Dómsalur 1. hæð
10:30-12:00
Hellakönnuðamál Lon L. Fuller (The case of the speluncean explorers).
Málflutningur og dómuppsaga Hæstaréttar Háskólans í Reykjavík.
Lagakennsla og siðferði lögfræðinga - Málþing
Stofa V101
15:00-15:10 Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík
15:10-15:45 Rasmus Kristian Feldthusen, prófessor og formaður námsráðs lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla
15:45-16:00 Kaffihlé
16:00-17:30 Sigurður Tómas Magnússon prófessor við lagadeild HR stýrir umræðum um lagakennslu og faglegt siðferðilögfræðinga
Þáttakendur verða:
Katrín Jakobsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra
Arnar Þór Jónsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður
Róbert R. Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands
Sigríður Árnadóttir, saksóknarfulltrúi og fyrrverandi nemandi í lagadeild Háskólans í Reykjavík
Fundastjóri er Þórður S. Gunnarsson, héraðsdómari og fyrrverandi forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.
17:30 Móttaka. Boðið verður upp á léttar veitingar í Sólinni.
Dagskráin er öllum opin. Skráning á málþingið er með tölvupósti á netfangið: skraning@ru.is