Hvað er skattaskjól og til hvers er það notað?
Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 27. september næstkomandi klukkan 16:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu V101.
Yfirskrift málfundarins er ,,Hvað er skattaskjól og til hvers er það notað ".
Á fundinum verður meðal annars leitast við að svara því hvort hægt sé að stofna félag í skattaskjóli án þess að brjóta lög og einnig hver séu mörk eðlilegs og óeðlilegs rekstrar félags í skattaskjóli.
Framsögumenn verða:
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri
Friðgeir Sigurðsson, yfirmaður lögfræðisviðs PWC
Auður Helgadóttir hdl., starfsmaður á lögfræðisviði Deloitte
Sigurður Jensson hópstjóri á eftirlitssviði RSK og Guðrún Jenný Jónsdóttir sviðstjóri alþjóðasamskipta frá RSK.
Fundarstjóri verður Páll Jóhannesson hdl. hjá Nordik Lögfræðiþjónustu og stundakennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík.
Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.