Viðburðir eftir árum


Hvað er skattaskjól og til hvers er það notað?

  • 27.9.2012, 16:00 - 17:00

Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 27. september næstkomandi klukkan 16:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu  V101.

Yfirskrift málfundarins er ,,Hvað er skattaskjól og til hvers er það notað ". 

Á fundinum verður meðal annars leitast við að svara því hvort hægt sé að stofna félag í skattaskjóli án þess að brjóta lög og einnig hver séu mörk eðlilegs og óeðlilegs rekstrar félags í skattaskjóli.

Framsögumenn verða:

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri

Friðgeir Sigurðsson, yfirmaður lögfræðisviðs PWC

Auður Helgadóttir hdl., starfsmaður á lögfræðisviði Deloitte

Sigurður Jensson hópstjóri á eftirlitssviði RSK og Guðrún Jenný Jónsdóttir sviðstjóri alþjóðasamskipta frá RSK. 

 Fundarstjóri verður Páll Jóhannesson hdl. hjá Nordik Lögfræðiþjónustu og stundakennari í skattarétti við Háskólann í Reykjavík. 

Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

 

 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is