Viðburðir eftir árum


Sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum

  • 8.11.2012, 17:00 - 19:00

Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi klukkan 17:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu M101.

Sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum

Á fundinum verður rætt um sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum almennt, hvort slakað hafi verið á í þeim efnum og einnig komið inn á stöðu óbeinna sönnunargagna við sönnunarfærslu.

Framsögumenn verða:

  • Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari.
  • Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari.

Fundarstjóri verður Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við Háskólann í Reykjavík.

Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal. 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

 

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is