Sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum
Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi klukkan 17:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu M101.
Sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum
Á fundinum verður rætt um sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum almennt, hvort slakað hafi verið á í þeim efnum og einnig komið inn á stöðu óbeinna sönnunargagna við sönnunarfærslu.
Framsögumenn verða:
- Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari.
- Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari.
Fundarstjóri verður Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við Háskólann í Reykjavík.
Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.