Niðurstöður sérfræðihóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref
Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ boðar til fundar föstudaginn 16. nóvember kl. 12:15-13:30 í dómsal Háskólans í Reykjavík (M-103), Menntavegi 1.
Niðurstöður sérfræðihóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref
Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórnarskrármálinu.
Erindi flytja Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst.
Almennar umræður.