Viðburðir eftir árum


Niðurstöður sérfræðihóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref

  • 16.11.2012, 12:15 - 13:30

Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við lagadeildir Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri  og Háskólans á Bifröst, Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ  boðar til fundar föstudaginn 16. nóvember kl. 12:15-13:30 í dómsal Háskólans í Reykjavík (M-103), Menntavegi 1. 

Niðurstöður sérfræðihóps um stjórnarskrárdrögin og næstu skref  

Nýlega skilaði sérfræðinganefnd niðurstöðum sínum um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Á fundinum verður vinna, niðurstöður og ábendingar sérfræðinganna kynntar og rætt hvað skuli gera næst í stjórnarskrármálinu.

Erindi flytja Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérfræðingur við lagadeild HR, dr.  Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HÍ og Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ sem áttu sæti í sérfræðingahópnum, Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst.

Almennar umræður.        



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is