Skattadagur Lögréttu
Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, veitir einstaklingum endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala fyrir skattskil 2012.
Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 16. mars nk. frá kl. 11:00-17:00 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík), 101 Reykjavík og eru allir velkomnir.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
- Launamiða síðasta árs
- Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka
- Veflykil inn á rsk.is
- Gögn ef kaup og/eða sala á fasteign hafa átt sér stað á sl. ári
- Gögn er varða kaup og/eða sölu og stöðu á verðbréfum í árslok
Í samstarfi við KPMG, Arion banka og Mannréttindasvið Reykjavíkurborgar