Viðburðir eftir árum


Hvað er að gerast í Sýrlandi?

  • 10.10.2013, 17:30 - 19:00

Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 10. október næstkomandi klukkan 17:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu  M101.
 
Yfirskrift málfundarins er ,,Hvað er að gerast í Sýrlandi?“
 
Á fundinum verður meðal annars fjallað almennt um ástandið í Sýrlandi, efnavopn, beitingu vopnavalds og hvaða álitaefni Ísland stendur frammi fyrir og hvernig þetta tengist Íslandi.
 
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mun opna málþingið með ávarpi

Framsögumenn verða:
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi

Fundarstjóri verður Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarrétti við Háskólann í Reykjavík.

Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.  
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
 
F.h. Málfundafélags Lögréttu
Ingólfur Örn Ingólfsson. 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is