Hvað er að gerast í Sýrlandi?
Málfundafélag Lögréttu býður til málfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 10. október næstkomandi klukkan 17:30 í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu M101.
Yfirskrift málfundarins er ,,Hvað er að gerast í Sýrlandi?“
Á fundinum verður meðal annars fjallað almennt um ástandið í Sýrlandi, efnavopn, beitingu vopnavalds og hvaða álitaefni Ísland stendur frammi fyrir og hvernig þetta tengist Íslandi.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, mun opna málþingið með ávarpi
Framsögumenn verða:
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi
Fundarstjóri verður Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarrétti við Háskólann í Reykjavík.
Að framsöguræðum loknum er gert ráð fyrir fyrirspurnum úr sal.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
F.h. Málfundafélags Lögréttu
Ingólfur Örn Ingólfsson.