Ísland og tækifærin
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) hefur sett á fót Málfundafélag SFHR. Markmið félagsins er að miðla þekkingu innlendra og erlendra sérfræðinga til nemenda HR og allra sem áhuga hafa á að mæta og kynna sér efni fyrirlesara hverju sinni.
Fyrsti fundur Málfundafélags SFHR verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 17 í HR. Fyrirlesarinn er Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir. Heiðar Már er stjórnarformaður Eykon Energy ehf. sem er hluthafi í einu af olíuleyfum þeim sem gefin hafa verið út á drekasvæðinu. Heiðar Már gaf nýverið út bókina „Norðurslóðasókn: Ísland og tækifærin“.
Í fyrirlestrinum mun Heiðar Már ræða tækifæri Íslands í tengslum við norðurslóðir, olíuvinnslu, orkunýtingu, gjaldeyri, alþjóðlega þjónustu og fleira sem snertir alla Íslendinga. Til stendur að fyrirlestrar verði aðgengilegir á netinu eftir fyrirlesturinn í samráði við hvern fyrirlesara fyrir sig.
- Miðvikudaginn 16. október kl. 17:00 í stofu V102