Viðburðir eftir árum


Ísland og tækifærin

  • 16.10.2013, 17:00 - 19:00

Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR) hefur sett á fót Málfundafélag SFHR. Markmið félagsins er að miðla þekkingu innlendra og erlendra sérfræðinga til nemenda HR og allra sem áhuga hafa á að mæta og kynna sér efni fyrirlesara hverju sinni.

Fyrsti fundur Málfundafélags SFHR verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 17 í HR. Fyrirlesarinn er Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir. Heiðar Már er stjórnarformaður Eykon Energy ehf. sem er hluthafi í einu af olíuleyfum þeim sem gefin hafa verið út á drekasvæðinu. Heiðar Már gaf nýverið út bókina „Norðurslóðasókn: Ísland og tækifærin“.

Í fyrirlestrinum mun Heiðar Már ræða tækifæri Íslands í tengslum við norðurslóðir, olíuvinnslu, orkunýtingu, gjaldeyri, alþjóðlega þjónustu og fleira sem snertir alla Íslendinga. Til stendur að fyrirlestrar verði aðgengilegir á netinu eftir fyrirlesturinn í samráði við hvern fyrirlesara fyrir sig.

  • Miðvikudaginn 16. október kl. 17:00 í stofu V102


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is