Alþjóðlegur fjárfestingaréttur – regluverk erlendra fjárfestinga: Er Ísland að gera nóg?
Lagadeild Háskólans í Reykjavík, JURIS lögmannsstofa, LEX lögmannsstofa og Viðskiptaráð Íslands standa að ráðstefnu mánudaginn 18. nóvember nk.kl. 13:15–16:30. Ráðstefnan verður haldinn í stofu M209 á 2. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Dagskrá:
Kl. 13:15 Setning ráðstefnu.
Dr. Guðmundur Sigurðsson, deildarforseti lagadeildar HR.
Kl. 13:20 Almennt um þróun alþjóðlegs fjárfestingaréttar.
Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR.
Kl. 13:30 Stefna ríkisstjórnarinnar og mikilvægi erlendrar fjárfestingar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Kl. 13:45 Meginreglur alþjóðlegs fjárfestingaréttar.
Dr. Finnur Magnússon, lögmaður á JURIS lögmannsstofu.
Kl. 14:10 Mikilvægi og þýðing gerðardómsákvæða í fjárfestingasamningum.
Garðar Víðir Gunnarsson LL.M., lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Kl. 14:30 Umræður.
Kl. 14:50 Hlé.
Kl. 15:10 Stefna Íslands við gerð fjárfestingasamninga.
Ólafur Sigurðsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu.
Kl. 15:30 Aðkoma ráðuneyta við framkvæmd erlendrar fjárfestingar.
Þórður Reynisson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Kl. 15:50 Umræður.
Kl. 16:30 Ráðstefnulok.
Fundarstjóri: Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.