Bankasamband Evrópu og áhrif þess á EFTA-ríkin
The EU's Banking Union and the EFTA States
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 20. maí kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.
Á fundinum mun Peter Chr. Dyrberg kynna hvað felst í stofnun Bankasambands Evrópu sem er
nú að verða að veruleika og fjalla um möguleg áhrif þess á EFTA-ríkin. Peter er einn af eigendum norsku lögmannsstofunnar Schjødt og stýrir skrifstofu hennar í Brussel.
Eftir erindið mun gefast tækifæri á fyrirspurnum og umræðum.
Fundarstjóri verður Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn, aðgangur er ókeypis.