Viðburðir eftir árum


Bankasamband Evrópu og áhrif þess á EFTA-ríkin
The EU's Banking Union and the EFTA States

  • 20.5.2014, 12:00 - 13:00

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 20. maí kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Á fundinum mun Peter Chr. Dyrberg kynna hvað felst í stofnun Bankasambands Evrópu sem er
nú að verða að veruleika og fjalla um möguleg áhrif þess á EFTA-ríkin. Peter er einn af eigendum norsku lögmannsstofunnar Schjødt og stýrir skrifstofu hennar í Brussel.

Eftir erindið mun gefast tækifæri á fyrirspurnum og umræðum.

Fundarstjóri verður Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur við lagadeild HR.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn, aðgangur er ókeypis.

Nánar hér




Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is