Kynningarfundur um meistaranám í lögfræði
Meistarapróf í lögfræði án grunnnáms í lögum (ML)
Kynningarfundur um meistaranám í lögfræði verður haldinn mánudaginn 28. apríl nk. kl. 12:00 í dómsal lagadeildar að Menntavegi 1, Reykjavík.
Lagadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á meistaranám í lögfræði fyrir einstaklinga sem hafa lokið háskólaprófi í öðrum greinum en lögfræði. Námið er 120 einingar og skal að lágmarki vera tvö ár en ljúka eigi síðar en fjórum árum eftir að það hefst. Allir velkomnir.