Viðburðir eftir árum


Nýnemadagur

  • 16.8.2016

Nýnemadagur verður haldinn 16. ágúst. Þá mæta nýir nemendur til að fræðast um nám í HR, fá leiðsögn um húsið, hitta formenn nemendafélaga o.fl. Það er mjög mikilvægt að nýnemar komi á nýnemadag til að vera undirbúnir þegar kennsla hefst. Starfsmenn HR og fulltrúar nemendafélaga taka á móti nýnemum í anddyri skólans, Sólinni, og vísa þeim leið. 

Dagskrá nýnemadags

Nýnemar í tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild mæta kl. 8:45.

Nýnemar í lagadeild og tölvunarfræðideild mæta kl. 11:45.

Tækni- og verkfræðideild

8:45 Mæting í Sólinni

9:00 Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:

  • Tæknifræði og verkfræði í stofu V101
  • Íþróttafræði í stofu V102

9:30 Upplýsingaratleikur um skólann

12:00 Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður 

Viðskiptadeild

8:45: Mæting í Sólinni

9:00: Upplýsingaratleikur um skólann

11:30: Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:

  • Grunnnám í stofu M101
  • Meistaranám í stofu M102
  • Sálfræði, grunn- og meistaranám í stofu M104

12:00: Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður 

Tölvunarfræðideild og lagadeild

12:00: Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður

12:30: Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:

  • Tölvunarfræðideild í stofu M101 og V101
  • Lagadeild í stofu M103

13:00: Upplýsingaratleikur um skólann.

Nýr nemandi situr við skilti sem á stendur viltu spjalla



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is