Nýnemadagur
Nýnemadagur verður haldinn 16. ágúst. Þá mæta nýir nemendur til að fræðast um nám í HR, fá leiðsögn um húsið, hitta formenn nemendafélaga o.fl. Það er mjög mikilvægt að nýnemar komi á nýnemadag til að vera undirbúnir þegar kennsla hefst. Starfsmenn HR og fulltrúar nemendafélaga taka á móti nýnemum í anddyri skólans, Sólinni, og vísa þeim leið.
Dagskrá nýnemadags
Nýnemar í tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild mæta kl. 8:45.
Nýnemar í lagadeild og tölvunarfræðideild mæta kl. 11:45.
Tækni- og verkfræðideild
8:45 Mæting í Sólinni
9:00 Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:
- Tæknifræði og verkfræði í stofu V101
- Íþróttafræði í stofu V102
9:30 Upplýsingaratleikur um skólann
12:00 Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður
Viðskiptadeild
8:45: Mæting í Sólinni
9:00: Upplýsingaratleikur um skólann
11:30: Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:
- Grunnnám í stofu M101
- Meistaranám í stofu M102
- Sálfræði, grunn- og meistaranám í stofu M104
12:00: Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður
Tölvunarfræðideild og lagadeild
12:00: Skólasetning í Sólinni – léttur hádegisverður
12:30: Nemendur hitta deildarforseta og starfsmenn deilda:
- Tölvunarfræðideild í stofu M101 og V101
- Lagadeild í stofu M103
13:00: Upplýsingaratleikur um skólann.