Olía og gas á Norðurskautinu: Ábyrgð og skyldur
Málstofa í HR, fimmtudaginn 14. janúar kl. 14-16 í stofu M209.
Talið er að á Norðurskautinu megi finna mesta ónýtta magn gass og stærstu ónýttu olíulindir sem fyrirfinnast. Auðlindanýting í hinni óblíðu náttúru Norðurskautsins er flókin. Fjöldi áskorana er til staðar og nýtingin gæti haft víðtækar afleiðingar. Á málstofunni ætla þrír reyndir fræðimenn á sviði alþjóðalaga að ræða þau úrræði sem til staðar eru ef umhverfisskaði á sér stað á Norðurskautinu og íbúar þess verða fyrir tjóni.
Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af lagadeildum HR og HA með stuðningi frá sendiráði Kanada.
Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á netinu:
https://livestream.com/ru/arcticoil
Dagskrá:
- Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna.
- Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, flytur opnunarávarp.
- Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við HA og Háskólann á Grænlandi:
Hydrocarbon activities in the Arctic: Who pays if we get it wrong?
- Nigel Bankes, prófessor í náttúruauðlindarétti við Háskólann í Calgary í Alberta í Kanada og aðjúnkt við lagadeild háskólans í Tromsö í Noregi og KG Jebsen miðstöðina í hafrétti í Tromsö:
Design considerations for a liability and financial assurance regime in domestic law.
- Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR og Fulbright Arctic Initiative styrkþegi:
How can non-Arctic states defend the common heritage of mankind in the central Arctic Ocean?
Fundarstjóri er Page Wilson gestafræðimaður við lagadeild HR og lektor í alþjóðasamskiptum og lögfræði við Háskólann á Grænlandi.
Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.