Viðburðir eftir árum


Olía og gas á Norðurskautinu: Ábyrgð og skyldur

Málstofa í HR, fimmtudaginn 14. janúar kl. 14-16 í stofu M209.

  • 14.1.2016, 14:00 - 16:00

Talið er að á Norðurskautinu megi finna mesta ónýtta magn gass og stærstu ónýttu olíulindir sem fyrirfinnast. Auðlindanýting í hinni óblíðu náttúru Norðurskautsins er flókin. Fjöldi áskorana er til staðar og nýtingin gæti haft víðtækar afleiðingar. Á málstofunni ætla þrír reyndir fræðimenn á sviði alþjóðalaga að ræða þau úrræði sem til staðar eru ef umhverfisskaði á sér stað á Norðurskautinu og íbúar þess verða fyrir tjóni.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er skipulagður af lagadeildum HR og HA með stuðningi frá sendiráði Kanada.

Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á netinu: 

https://livestream.com/ru/arcticoil

Dagskrá:

  • Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, býður gesti velkomna.
  • Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, flytur opnunarávarp.
  • Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við HA og Háskólann á Grænlandi: Hydrocarbon activities in the Arctic: Who pays if we get it wrong?
  • Nigel Bankes, prófessor í náttúruauðlindarétti við Háskólann í Calgary í Alberta í Kanada og aðjúnkt við lagadeild háskólans í Tromsö í Noregi og KG Jebsen miðstöðina í hafrétti í Tromsö: Design considerations for a liability and financial assurance regime in domestic law.
  • Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR og Fulbright Arctic Initiative styrkþegi: How can non-Arctic states defend the common heritage of mankind in the central Arctic Ocean?

Fundarstjóri er Page Wilson gestafræðimaður við lagadeild HR og lektor í alþjóðasamskiptum og lögfræði við Háskólann á Grænlandi.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is