Viðburðir eftir árum


Ráðstefna um mannréttindaskrá ESB, áhrif hennar á EES-rétt og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu

  • 6.3.2015, 13:00 - 16:00

Lagadeild Háskólans í Reykjavík í samstarfi við utanríkisráðuneytið, innanríkisráðuneytið  og Lögfræðingafélag Íslands, efna til

ráðstefnu um mannréttindaskrá ESB, áhrif hennar á EES-rétt og
framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu

Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 6. mars nk. kl. 13:00-16:00 í stofu M105 á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Mannréttindaskrá ESB varð bindandi 1. desember 2009 og er byggt á henni í mjög vaxandi mæli í dómum ESB dómstólsins. Einnig hefur verið vísað til hennar í nýlegum dómum EFTA dómstólsins. Með áliti sínu frá 18. desember sl. kvað ESB dómstóllinn drög að aðildarsamningi ESB að Mannréttindasáttmála Evrópu ekki standast ESB löggjöf. Það er því ljóst að dráttur verður á því að ESB verði aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu.

Dagskrá:

Kl. 13:00         Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setur ráðstefnuna.

Kl. 13:10         Methodological Impact of the EU Charter of Fundamental Rights on

                        EU/EEA law
                        Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent, lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Kl. 13:30         Implementing the EU Charter of Fundamental Rights into EEA law?
                        Dr. Halvard Haukeland Fredriksen, prófessor, lagadeild Háskólans í Bergen.

Kl. 13:50         Spurningar og viðbrögð

Kl. 14:10         Hlé

Kl. 14:40         The Road to Strasbourg – Opinion 2/13 in Context
                        Dr. Xavier Groussot, gestaprófessor, lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Kl. 15:00         The EU Charter of Fundamental Rights and the Right to Property
                        Kristín Haraldsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra og lektor við lagadeild
                        Háskólans í Reykjavík (í leyfi).     

Kl. 15:20         Umræður


Kl. 15:50         Léttar veitingar.

 Fundarstjóri:  Kristján Andri Stefánsson formaður Lögfræðingafélags Íslands.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.  Ráðstefnan fer fram á ensku.




Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is