Réttarstaða erlendra herskipa og skipa Landhelgisgæslunnar á íslenskum hafsvæðum
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um réttarstöðu erlendra herskipa og skipa Landhelgisgæslunnar miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12-13.
Í erindi sínu mun dr. Bjarni Már Magnússon lektor við lagadeild HR fjalla um réttindi og skyldur erlendra herskipa, þ.m.t. kafbáta, og réttarstöðu skipa Landhelgisgæslunnar á íslenskum hafsvæðum frá sjónarhóli þjóðaréttar sem og íslensks réttar.
Fundurinn verður haldinn í stofu V 102 á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík,
Menntavegi 1.
Eftir erindið gefast tækifæri á fyrirspurnum og umræðum.
Fundarstjóri er Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild HR
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.