Sérkunnátta í dómsmálum
Hvernig verður best tryggt að dómar séu byggðir á traustri sérfræðiþekkingu?
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi föstudaginn 9. október 2015 kl. 12-13 í dómsal lagadeildar á 1. hæð í Háskólanum í Reykjavík.
Sigurður Tómas Magnússon prófessor við lagadeild HR mun m.a. fjalla um ný lagaákvæði um dómkvaðningu matsmanna, hugmyndir um breytingar á lagaákvæðum um sérfróða meðdómendur og hvernig traust almennings og fagstétta til dómstólanna verði best tryggt hvað varðar meðferð mála þar sem reynir á sérfræðiþekkingu.
Eftir erindið mun gefast tækifæri til fyrirspurna og umræðna.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn