Viðburðir eftir árum


Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale

Námskeið opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík

  • 24.4.2017 - 12.5.2017, 9:00 - 16:00

Þriggja vikna námskeið tölvunarfræðideildar verður áfangi sem Oliver Luckett kennir, en hann er reyndur frumkvöðull og fjárfestir.

Námskeiðið er opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. 

Lýsing 

Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt. Hæfni okkar og geta til að nota þessi tól mun skera úr um samkeppnishæfni fyrirtækja, listamanna og annarra sem vilja koma skilaboðum á framfæri milliliðalaust til almennings.

Námsmarkmið

Að námskeiðinu loknu munu nemendur hafa öðlast:

Færni: í að skipuleggja og framkvæma herferðir á netinu með því að búa til og birta réttum aðilum rétt efni á réttum tíma, frá réttum aðilum. Þetta námskeið mun kenna nemendum hvernig best er að búa til og viðhalda sýnileika á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, Google+, LinkedIn, Youtube og Instagram. Nemendur munu læra að nota samfélagsmiðla til að selja vörur og þjónustu milliliðalaust í gegnum netið og sem tól fyrir fyrirtæki eða vörumerki til að eiga í samskiptum við almenning.

Þekkingu: skilning á samfélagsmiðlum hlutverki þeirra og undirstöðum. Skilningur á grundvallar samskiptareglunum á samfélagsmiðlum. Skilningur á notkun auglýsinga á samfélagsmiðlum.

Hæfni: að búa til og framkvæma herferðir á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki og opinbera einstaklinga. Búa til birtingaráætlun og fylgja henni eftir. Nota greiningartól á Facebook og Google Analytics. Búa til netverslun. Skilningur á hvernig byggja á upp langvarandi samband og samskipti á samfélagsmiðlum og hvernig megi mæla árangur.

Kennari námskeiðsins, Oliver Luckett, er raðfrumkvöðull og fjárfestir sem stofnað hefur og selt vel heppnuð nýsköpunarfyrirtæki í Bandaríkjunum, m.a. theAudience og DigiSynd. Oliver er höfundur bókarinnar The Social Organism: A Radical Understanding of Social Media to Transform Your Business and Life. Hann fluttist nýlega til Íslands þar sem hann tekur virkar þátt í nýsköpunarumhverfinu.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is