Oliver Luckett: Social Media Storytelling, Direct to Consumer E-commerce, and Building Fan Bases at Scale
Námskeið opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík
Þriggja vikna námskeið tölvunarfræðideildar verður áfangi sem Oliver Luckett kennir, en hann er reyndur frumkvöðull og fjárfestir.
Námskeiðið er opið öllum nemendum Háskólans í Reykjavík.
Lýsing
Samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í daglegu lífi okkar og mikilvægi þeirra þegar kemur að því að markaðssetningu vörumerkja er óumdeilt enda fara samskipti fólks í síauknum mæli fram á þessum miðlum og á netinu almennt. Hæfni okkar og geta til að nota þessi tól mun skera úr um samkeppnishæfni fyrirtækja, listamanna og annarra sem vilja koma skilaboðum á framfæri milliliðalaust til almennings.
Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu munu nemendur hafa öðlast:
Færni: í að skipuleggja og framkvæma herferðir á netinu með því að búa til og birta réttum aðilum rétt efni á réttum tíma, frá réttum aðilum. Þetta námskeið mun kenna nemendum hvernig best er að búa til og viðhalda sýnileika á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, Google+, LinkedIn, Youtube og Instagram. Nemendur munu læra að nota samfélagsmiðla til að selja vörur og þjónustu milliliðalaust í gegnum netið og sem tól fyrir fyrirtæki eða vörumerki til að eiga í samskiptum við almenning.
Þekkingu: skilning á samfélagsmiðlum hlutverki þeirra og undirstöðum. Skilningur á grundvallar samskiptareglunum á samfélagsmiðlum. Skilningur á notkun auglýsinga á samfélagsmiðlum.
Hæfni: að búa til og framkvæma herferðir á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki og opinbera einstaklinga. Búa til birtingaráætlun og fylgja henni eftir. Nota greiningartól á Facebook og Google Analytics. Búa til netverslun. Skilningur á hvernig byggja á upp langvarandi samband og samskipti á samfélagsmiðlum og hvernig megi mæla árangur.
Kennari námskeiðsins, Oliver Luckett, er raðfrumkvöðull og fjárfestir sem stofnað hefur og selt vel heppnuð nýsköpunarfyrirtæki í Bandaríkjunum, m.a. theAudience og DigiSynd. Oliver er höfundur bókarinnar The Social Organism: A Radical Understanding of Social Media to Transform Your Business and Life. Hann fluttist nýlega til Íslands þar sem hann tekur virkar þátt í nýsköpunarumhverfinu.