Viðburðir eftir árum


Tækifæri eða áskorun?

Áhrif Brexit á EES-samninginn

  • 10.3.2017, 12:10 - 13:00

Lagadeild HR býður til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 10. mars kl. 12.10 - 13.00 í stofu M103.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu:

https://livestream.com/ru/brexit

Dóra Sif Tynes LLM, héraðsdómslögmaður og eigandi hjá ADVEL lögmönnum mun flytja fyrirlesturinn: Tækifæri eða áskorun? Áhrif Brexit á EES-samninginn.

Breska ríkisstjórnin hefur nú birt hvítbók um samningsmarkmið komandi samningaviðræðna um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Í hvítbókinni kemur skýrt fram ætlun ríkisstjórnar Bretlands til að draga sig út úr innri markaðnum og þar með Evrópska efnahagssvæðinu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu atriði hvítbókarinnar og velt upp spurningum um hvaða áhrif samningaviðræðurnar kunna að hafa á EES-samninginn og stöðu EFTA ríkjanna gagnvart bæði Bretlandi og Evrópusambandinu. 

Fundarstjóri verður Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild HR.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is