Tækifæri eða áskorun?
Áhrif Brexit á EES-samninginn
Lagadeild HR býður til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 10. mars kl. 12.10 - 13.00 í stofu M103.
Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu:
https://livestream.com/ru/brexit
Dóra Sif Tynes LLM, héraðsdómslögmaður og eigandi hjá ADVEL lögmönnum mun flytja fyrirlesturinn: Tækifæri eða áskorun? Áhrif Brexit á EES-samninginn.
Breska ríkisstjórnin hefur nú birt hvítbók um samningsmarkmið komandi samningaviðræðna um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Í hvítbókinni kemur skýrt fram ætlun ríkisstjórnar Bretlands til að draga sig út úr innri markaðnum og þar með Evrópska efnahagssvæðinu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu atriði hvítbókarinnar og velt upp spurningum um hvaða áhrif samningaviðræðurnar kunna að hafa á EES-samninginn og stöðu EFTA ríkjanna gagnvart bæði Bretlandi og Evrópusambandinu.
Fundarstjóri verður Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild HR.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.