Viðburðir eftir árum


Úthafið á norðurslóðum

Sameiginlegir hagsmunir í Norður-Íshafi

  • 15.10.2015, 9:00 - 12:30

Arctic High Seas

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sendiherrar Bandaríkjanna, Kína, Noregs og Rússlands, heimsþekktir sérfræðingar um norðurslóðir og fleiri munu ræða málefni Norður-Íshafsins á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík, fimmtudaginn 15. október næstkomandi kl. 9-12:30.

Markmið ráðstefnunnar er að greina áhættu og aflvaka sem tengjast úthafinu á Norðurslóðum, þ.e. hafsvæðinu utan við 200 sjómílna lögsögu einstakra ríkja. Þær miklu breytingar sem eiga sér stað á úthafinu verða ræddar frá sjónarhóli fjölmargra aðila sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu. 

Dagskrá

Dr. Ari Kristinn Jónsson býður gesti velkomna

Opnunarræða: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Aðrir ræðumenn

  • Dr. Bjarni Már Magnússon, lektor í alþjóðalögum við HR og Fulbright Arctic Scholar.
  • Dr. Paul Arthur Berkman, prófessor í Practice in Science Diplomacy við Fletcher School of Law and Diplomacy, Tufts University. Forstöðumaður Arctic Ocean Geopolitics áætlunar Scott Polar rannsóknarstofnunarinnar við Háskólann í Cambridge og rannsóknarprófessor við Bren School of Environmental Science & Management, University of California Santa Barbara. 

Pallborðsumræður 

Staðfestir þátttakendur:

  • Sendiherra Bandaríkjanna, Robert Cushman Barber
  • Sendiherra Rússlands, Anton Vsevolodovich Vasiliev
  • Sendiherra Kína, Weidong Zhang
  • Sendiherra Noregs, Cecilie Landsverk
  • Tero Vauraste, forseti og framkvæmdastjóri Arctia Shipping, varaformaður Arctic Economic Council, Finnlandi 
  • Árni Þór Sigurðsson, sendiherra, Norðurslóðir
  • Kai Holst Andersen, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti, Grænlandi Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is