Úthafið á norðurslóðum
Sameiginlegir hagsmunir í Norður-Íshafi
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sendiherrar Bandaríkjanna, Kína, Noregs og Rússlands, heimsþekktir sérfræðingar um norðurslóðir og fleiri munu ræða málefni Norður-Íshafsins á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík, fimmtudaginn 15. október næstkomandi kl. 9-12:30.
Markmið ráðstefnunnar er að greina áhættu og aflvaka sem tengjast úthafinu á Norðurslóðum, þ.e. hafsvæðinu utan við 200 sjómílna lögsögu einstakra ríkja. Þær miklu breytingar sem eiga sér stað á úthafinu verða ræddar frá sjónarhóli fjölmargra aðila sem eiga hagsmuna að gæta á svæðinu.
- Sýnt verður beint frá fundinum á vefslóðinni: https://livestream.com/ru/arctichighseas
- Hægt verður að taka þátt í umræðum á Twitter með merkingunni #ArcticHighSeasRU
- Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Arctic Options.
Dagskrá
Dr. Ari Kristinn Jónsson býður gesti velkomna
Opnunarræða: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Aðrir ræðumenn
- Dr. Bjarni Már Magnússon, lektor í alþjóðalögum við HR og Fulbright Arctic Scholar.
- Dr. Paul Arthur Berkman, prófessor í Practice in Science Diplomacy við Fletcher School of Law and Diplomacy, Tufts University. Forstöðumaður Arctic Ocean Geopolitics áætlunar Scott Polar rannsóknarstofnunarinnar við Háskólann í Cambridge og rannsóknarprófessor við Bren School of Environmental Science & Management, University of California Santa Barbara.
Pallborðsumræður
Staðfestir þátttakendur:
- Sendiherra Bandaríkjanna, Robert Cushman Barber
- Sendiherra Rússlands, Anton Vsevolodovich Vasiliev
- Sendiherra Kína, Weidong Zhang
- Sendiherra Noregs, Cecilie Landsverk
- Tero Vauraste, forseti og framkvæmdastjóri Arctia Shipping, varaformaður Arctic Economic Council, Finnlandi
- Árni Þór Sigurðsson, sendiherra, Norðurslóðir
- Kai Holst Andersen, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti, Grænlandi