Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Málstofa á vegum Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, eftirlitsstofnunar EFTA, utanríkisráðuneytisins og sendinefndar ESB á Íslandi
Þriðjudaginn 1. október verður haldin málstofa um áhrif eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á framkvæmd og beitingu EES samningsins undanfarinn aldarfjórðung og samskipti ESA við íslensk stjórnvöld.
Samningsbrotamál og hlutverk ESA í tveggja stoða kerfi EES verða í brennidepli á fundinum.
Dagskrá:
- Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
- Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi
- Dr. Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innri markaðssviðs ESA.
Fundarstjóri er Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR.
Hægt verður að fylgjast með streymi af viðburðinum hér
- Stofa: M209
- Dagsetning: 1.10.2019
- Tími: 12:00 - 13:15
Fundurinn fer fram að mestu á íslensku.