Viðburðir eftir árum


Veðjað á rangan hest - málstofa

Hættan af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð

  • 31.3.2017, 12:00 - 14:00

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00.

Dagskrá:

Setning
Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR

Skipulögð glæpastarfsemi og hagræðing úrslita
Sveinn Helgason, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu

Peningaspil og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu
Hafrún Kristjánsdóttir, lektor í HR og Daníel Þór Ólason, prófessor við HÍ

Veðjað á hliðarlínunni
Arnar Már Björgvinsson, lögfræðingur og knattspyrnumaður

Skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum
Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður starfshóps um tillögur vegna hagræðingar úrslita í íþróttakeppnum

Pallborðsumræður
Þátttakendur eru frummælendur, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ

Hægt er að horfa á beina útsendingu frá málstofunni hér: http://livestream.com/ru/hui2017 

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is