Veðjað á rangan hest - málstofa
Hættan af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan verður haldin í stofu V101, föstudaginn 31. mars, frá kl. 12:00 - 14:00.
Dagskrá:
Setning
Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR
Skipulögð glæpastarfsemi og hagræðing úrslita
Sveinn Helgason, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu
Peningaspil og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu
Hafrún Kristjánsdóttir, lektor í HR og Daníel Þór Ólason, prófessor við HÍ
Veðjað á hliðarlínunni
Arnar Már Björgvinsson, lögfræðingur og knattspyrnumaður
Skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum
Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður starfshóps um tillögur vegna hagræðingar úrslita í íþróttakeppnum
Pallborðsumræður
Þátttakendur eru frummælendur, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá málstofunni hér: http://livestream.com/ru/hui2017
Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.