Viðburðir eftir árum


Vísindavaka Rannís

Vísindin lifna við!

  • 28.9.2019, 15:00 - 20:00

HR á Vísindavöku 2019Vísindavaka Rannís verður haldin laugardaginn 28. september í Laugardalshöll kl. 15 - 20.

Á Vísindavöku gefst almenningi kostur á að hitta vísindafólk og kynnast rannsóknum. Háskólinn í Reykjavík verður að sjálfsögðu á staðnum.

Í Laugardalshöll mun vísindafólk HR gefa gestum færi á að kynna sér:

  • skapandi tækni með Skema
  • greiningu á hálsvandamálum
  • íslenska módelið í forvörnum sem er notað út um allan heim
  • áhrif ljósameðferðar á þreytu og vanlíðan
  • hvernig við kennum tölvum merkingu orða
  • áhrif skógræktar á umhverfið, undur eðlisfræðinnar, snjallverslanir, sýndardómsal
  • tölvutæting með /sys/trum, lögfræðiþjónustu fyrir almenning 
  • mælingu á stökkkrafti
  • könnunarfar fyrir rannsóknir á Mars

og margt fleira.....

Fyrirlestrar í Laugardalshöll

Kl. 16:30-17:00 - Er eitthvað vit í þessum rafmagnsbílum? - Orkuskipti í samgöngum

  • Hlynur Stefánsson og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dósentar við HR.

Kl. 19:00-19:30 - Farðu að sofa! Samtal um svefn

  • Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við HR, og Erla Björnsdóttir, nýdoktor.

Vísindakaffi á Kaffi Læk

Mánudag 23. september kl. 20:30-22:00
Á ég annað sjálf í hliðstæðum veruleika? Skammtafræðin og raunveruleikinn

  • Sigurður Ingi Erlingsson prófessor við verkfræðideild HR

Hvernig nýtist skammtafræðin í nútímatækni? Hver er túlkun skammtafræðinnar og tengsl hennar við þann raunveruleika sem við þekkjum? Í Vísindakaffinu mun Sigurður kynna grunnhugmyndir skammtafræðinnar á aðgengilegan hátt.

Starfsmaður HR sýnir gestum vísindavökunnar 2018 eðlisfræði í verki


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is