Vísindavaka Rannís
Vísindin lifna við!
Vísindavaka Rannís verður haldin laugardaginn 28. september í Laugardalshöll kl. 15 - 20.
Á Vísindavöku gefst almenningi kostur á að hitta vísindafólk og kynnast rannsóknum. Háskólinn í Reykjavík verður að sjálfsögðu á staðnum.
Í Laugardalshöll mun vísindafólk HR gefa gestum færi á að kynna sér:
- skapandi tækni með Skema
- greiningu á hálsvandamálum
- íslenska módelið í forvörnum sem er notað út um allan heim
- áhrif ljósameðferðar á þreytu og vanlíðan
- hvernig við kennum tölvum merkingu orða
- áhrif skógræktar á umhverfið, undur eðlisfræðinnar, snjallverslanir, sýndardómsal
- tölvutæting með /sys/trum, lögfræðiþjónustu fyrir almenning
- mælingu á stökkkrafti
- könnunarfar fyrir rannsóknir á Mars
og margt fleira.....
Fyrirlestrar í Laugardalshöll
Kl. 16:30-17:00 - Er eitthvað vit í þessum rafmagnsbílum? - Orkuskipti í samgöngum
- Hlynur Stefánsson og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dósentar við HR.
Kl. 19:00-19:30 - Farðu að sofa! Samtal um svefn
- Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við HR, og Erla Björnsdóttir, nýdoktor.
Vísindakaffi á Kaffi Læk
Mánudag 23. september kl. 20:30-22:00
Á ég annað sjálf í hliðstæðum veruleika? Skammtafræðin og raunveruleikinn
- Sigurður Ingi Erlingsson prófessor við verkfræðideild HR
Hvernig nýtist skammtafræðin í nútímatækni? Hver er túlkun skammtafræðinnar og tengsl hennar við þann raunveruleika sem við þekkjum? Í Vísindakaffinu mun Sigurður kynna grunnhugmyndir skammtafræðinnar á aðgengilegan hátt.
