Viðburðir eftir árum


Comparison of the application of risk management to medical devices guided by ISO 14971 and STAMP

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 26.5.2017, 13:00 - 15:00

 

Föstudaginn 26. maí nk. kl. 13:00 heldur Helga Einarsdóttir fyrirlestur um 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Verkefnið heitir "Comparison of the application of risk management to medical devices guided by ISO 14971 and STAMP". Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu M103 

Leiðbeinendur Helgu voru þau Dr Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði við HR, Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur og Dr Rögnvaldur J. Sæmundsson dósent við Háskóla Íslands. 

Prófdómari er Dr Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við HR.

Útdráttur: 

Við lifum á þeim tíma þar sem tækni er að þróast mjög hratt. Gríðarleg breyting hefur orðið á tækjum og búnaði síðastliðin 50 árin og mun þessi þróun halda áfram í framtíðinni. Mikilvægi áhættustjórnunar hefur því aldrei verið meiri en nú. Fyrirtæki leggja mikinn tíma og fjármuni í að stjórna áhættu og halda henni í lágmarki. Það skiptir þau því mjög miklu máli að hafa réttu verkfærin til að greina og stjórna áhættu. Lækningatæki eru ekki undanskilin þessari tæknilegri þróun og er lækningatækjaiðnaðurinn einn af þeim sem eru hvað ört vaxandi í heiminum í dag. Lækningatæki eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Þau eru allt frá því að vera mjög einföld tæki yfir í að vera mjög flókin tæki sem samanstanda af mörgum íhlutum. Ef lækningatæki eru notuð vitlaust, geta þau leitt til dauða sjúklinga og því er áhættustjórnun ákaflega mikilvæg þegar kemur að lækningatækjum.

Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman tvær aðferðir sem notaðar eru við áhættustjórnun með tilliti til lækningatækja. Þessar aðferðir eru ISO 14971 staðall, sem er sérstakur áhættustýringar staðall fyrir lækningatæki, og STPA sem er byggt á STAMP aðferðafræði sem er ný aðferð á sviði sem á ensku er nefnt, system safety engineering. Einnig var athugað hvort að munurinn á milli aðferðanna myndi hafa áhrif á öryggi sjúklinga sem nota örtölvustýrða gerviútlimi. Niðurstöður sýna að það er mismunur á milli áhættustjórnunar með tilliti til lækningatækja milli þessara aðferða, þó einnig sé hægt að greina líkinda á milli þeirra. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mismunurinn gæti haft áhrif á öryggi sjúklinga sem nota örtölvustýrða gerviútlimi.

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is