Viðburðir eftir árum


Customer Segmentation in Electronics Retail Using Self-Organizing Maps - Markaðshlutun viðskiptavina raftækjaverslunar með notkun sjálfraðandi korta

Meistaravörn í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild

  • 30.5.2017, 15:00 - 16:00

Sigurður Jónsson ver meistararitgerðina sína "Markaðshlutun viðskiptavina raftækjaverslunar með notkun sjálfraðandi korta" þann 30. maí kl. 15 í stofu V102.

Prófdómari: Páll Melsted Ríkharðsson forseti viðskiptadeildar 

Leiðbeinendur: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson og Hlynur Stefánsson 

Verkefnið er styrkt af LS Retail.

Útdráttur:

Markaðshlutun viðskiptavina í rannsóknum á markaðssetningu hefur þann tilgang að afla upplýsinga um hóp viðskiptavina til að veita þjónustu í samræmi við þarfir og væntingar þeirra. Þessi grein kynnir til sögunnar aðferð til markaðshlutunar með notkun sjálfraðandi korta (SOM), sem varpa margvíðum gögnum yfir í hnúta á tvívíðu korti. Þannig er hægt er að kanna gögnin sjónrænt og rannsaka samband milli breyta. Þrepabundinni klösun er síðan beitt á hnúta kortsins til að finna heppilegan fjölda hópa sem endurspegla allan viðskiptavinahópinn. Markaðshlutunarlíkanið skilar sjónrænum niðurstöðum sem auðvelt er að túlka. Í þessari rannsókn var framkvæmd markaðshlutun byggð á raungögnum frá raftækjaverslun auk þess sem raungögn frá stórmarkaði eru notuð til að styrkja notkun líkansins enn frekar. SOM algrímið og klasagreining í kjölfar þess voru framkvæmd með forritunarmálinu R.

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is