Viðburðir eftir árum


Experimental study of joints in FRP

Meistaravörn í byggingarverkfræði/mannvirkjahönnun við tækni- og verkfræðideild

  • 1.6.2017, 16:00 - 18:00

Hilmar Ástþórsson ver meistaravörn sína „Experimental study of joints in FRP“ 1. Júní, Kl. 16:00 í stofu M208                       

Leiðbeinendur: Eyþór Rafn Þórhallsson og Davíð Thór Guðmundsson

Prófdómari: Bjarni Jón Pálsson

Titill:  Experimental study of joints in FRP

Ágrip:

Trefjastyrktar fjölliður, betur þekkt sem FRP hefur verið að riðja sér til rúms í auknum mæli í heimi verkfræðinnar undanfarin ár. Vegagerðin hefur undanfarin ár staðið frammi fyrir öryggistengdum vandamálum í kringum vegbrýr á Íslandi. Í mörgum tilfellum eru brýr umhverfis landið ekki nægilega breiðar til að anna bæði hjólandi/gangandi vegfarendum sem og umferð ökutækja. Sökum léttleika, mikils styrks og þeirri staðreynd að FRP prófílar ryðga ekki og þarfnast lítils viðhalds eru þeir álitlegur kostur til hönnunar á göngubrú sem festa væri hægt utan á brúarkant núverandi vegbrúa sem þannig gætu þjónustað aðra umferð en þá akandi.

Áhersla verkefnisins er á tengingar burðarvirkja úr FRP prófílum. Eins og staðan er í dag er algengast að notast sé við boltaðar tengingar, en þó hefur það færst í aukanna að notaðir séu boltar í bland við límefni í tenginum.

Þrátt fyrir að notkun FRP prófíla hafi færst í aukanna undanfarin ár, hefur enginn samræmdur hönnunarstaðall verið settur saman og samþykktur til að styðjast við í hönnun á burðarvirkjum úr FRP prófílum. Því þurfa menn að reiða sig mikið á efnisupplýsingar og reikniaðgerðir frá framleiðendum prófíla. Í þessu verkefni voru hannaðar tengingar í FRP prófílum og þær prófaðar undir álagi. Niðurstöður tilrauna voru greindar og bornar saman við reikningslegar aðferðir, til að varpa ljósi hvort þær séu í samræmi við raunveruleikann. Megináhersla var lögð á boltaðar tengingar, þó svo að einnig hafi verið gerðar tilraunir á límdum festingum.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is