Viðburðir eftir árum


Framgangsfyrirlestur / Inaugural lecture - Halldór G. Svavarsson

  • 24.8.2018, 15:00 - 16:00

Halldór G. Svavarsson mun flytja fyrirlesturinn "About small things" í tilefni af framgangi hans til stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík föstudaginn 24. ágúst kl. 15:00 í stofu M104. 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Boðið verður upp á léttar veitingar að fyrirlestri loknum. 

Professor Halldór G. Svavarsson will give his inaugural lecture "About small things" Friday August 24th at 3 pm in room M104. The lecture will be in English. There is a reception to follow.

Æviágrip

Halldór lauk BSs prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1992, MSc prófi í efnisverkfræði frá Tækniháskólanum í Finnlandi árið 1996 og doktorsnámi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 2003. Að námi loknu starfaði Halldór á Rannsóknastofnun Byggingariðnaðarins en réðst til tækni- og verkfræðideildar HR árið 2006. Þar hefur hann m.a. sinnt kennslu í efnafræði og efnisfræði. Frá árinu 2013 hefur hann gegnt stöðu forstöðumaðumanns rannsóknaráðs deildarinnar.
Undanfarinn áratug hafa megin rannsóknarviðfangsefni Halldórs verið þróun nýrrar kynslóðar sólarsella og ljósnema með því að móta efnisbyggingu þeirra á örsmæðar stærðarkvarða. Einnig hefur Halldór stundað rannsóknir á blá-grænum örþörungum við Bláa Lónið og á jarðsjó þess. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is