Viðburðir eftir árum


Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins

Niðurstöður verkefnis Þorgeirs Pálssonar, prófessors emeritus við HR, fyrir samgönguráðuneytið verða kynntar.

  • 20.9.2017, 12:00 - 14:00

Reykjavíkurflugvöllur hefur um áratuga skeið gegnt mikilvægu hlutverki í samfélagslegu öryggiskerfi landsmanna. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Jón Gunnarsson, fékk Þorgeir Pálsson, prófessor emeritus við Háskólann í Reykjavík, til að gefa álit á þessum þætti í rekstri flugvallarins. Jafnframt var honum falið að skoða og greina hvernig hugsanlegir arftakar Reykjavíkurflugvallar mundu uppfylla þetta hlutverk.
Niðurstöður verkefnisins verða kynntar í  fyrirlestrinum.

Fyrirlesturinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 20. september kl. 12 í stofu M101. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is