Viðburðir eftir árum


Hringekjan í HR

Nemendur í 9. og 10. bekkjar Breiðholtsskóla taka þátt í tækninámskeiðum

  • 9.11.2017, 9:00 - 12:00

Á hverju ári skipuleggur Háskólinn í Reykjavík námskeið þar sem 9. og 10. bekkjum eins grunnskóla í senn er boðið í HR og fá nemendur stutt námskeið á vegum tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar, undir handleiðslu kennara deildanna. Nú í ár er nemendum Breiðholtsskóla boðið að taka þátt í Hringekjunni.

Markmiðið með samstarfinu er að gefa krökkunum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum. Lögð er áhersla á að sýna þeim leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast frekari skilning á ólíkum viðfangsefnum. Meðal þess sem fjallað hefur verið um í Hringekjunni er eðlisfræði, gervigreind, forritun og eldflaugasmíð.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is