Viðburðir eftir árum


Komdu í heimsókn og kynntu þér tæknifræði

Starfsfólk og nemendur kynna námið og sýna verkefni

  • 1.6.2017, 17:30

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður áhugasömum að koma við í HR fimmtudaginn 1. júní kl. 17:30 og kynna sér nám í tæknifræði.

Team Sleipnir hjá kappakstursbílnum sínum. Þau eru með hendur upp í loft og fagna. Starfsfólk og nemendur deildarinnar kynna námið, nemendaverkefni og þá frábæru aðstöðu sem nemendur hafa aðgang að. Tæknifræði er skapandi og skemmtilegt háskólanám sem skapar mikla möguleika á vinnumarkaði.

Meðal annars verður sýndur nýr kappakstursbíll sem keppir í Formula Student á Silverstone brautinni í sumar.

Allir velkomnir!

Lesa um nám í tæknifræði við HR

Verkefni nemanda frá Tæknideginum, lítill róbot

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is