Viðburðir eftir árum


Mælingar á viðbragðssnerpu í hópíþróttum

Fyrirlestur 6. september kl. 12:00-13:00 í stofu M208

  • 6.9.2017, 12:00 - 13:00

Íþróttafræðisvið HR býður til opins hádegisfyrirlestrar með Damir Sekulic, gestakennara við meistaranám sviðsins. Damir Sekulic er prófessor við háskólann í Split í Króatíu og sérfræðingur í styrktarþjálfun íþróttamanna.

Damir hefur skrifað fjölda vísindagreina og hlotið verðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði íþrótta. Í þessum hádegisfyrirlestri mun hann kynna mikilvægi, hagnýtingu og þróun keppnislíkra mælinga fyrir hópíþróttafólk.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is