Viðburðir eftir árum


Meistaravörn í tækni- og verkfræðideild: Júlía Eyfjörð Jónsdóttir

Arðsemimat á CO2 söfnunarkerfi

  • 31.5.2019, 15:00 - 16:00

Útdráttur:

Loftlagsvandamál eru áhyggjuefni í heiminum í dag, losun hefur aukist gríðarlega og skuldinni er oft að hluta til skellt á iðnaðarfyrirtæki. Mikilvægt er að fyrirtæki reyni að sýna frumkvæði og vinna sig í átt að sjálfbærri þróun til að bregðast við vandamálunum.

Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Ölgerðina Egill Skallagrímsson. Ölgerðin hefur stigið stór skref í umhverfismálum undanfarin ár og leitar leiða til að gera enn betur. Í þessu verkefni er gert arðsemimat og áhættugreining á fjárfestingu á CO2 söfnunarkerfi fyrir Ölgerðina. Þetta kerfi tekur koltvísýring, sem myndast við gerjun bjórs, hreinsar hann og safnar honum í safntank þar sem hann er tilbúinn til endurnotkunar í framleiðslu.

Í verkefninu eru smíðuð tvö líkön. Líkan sem reiknar út fræðilegt magn af koltvísýringi sem myndast við gerjun bjórs út frá söluspá Ölgerðarinnar og arðsemislíkan. Niðurstöður úr fyrra líkaninu eru notaðar í seinna líkanið sem metur hvort fjárfestingin sé arðbær eða ekki. Áhættumat er gert á verkefninu með næmnigreiningu og hermun.

Niðurstöður líkana leiddu í ljós að verkefnið yrði arðbært miðað við gefnar forsendur. Þó er talsverð áhætta í verkefninu þar sem endurgreiðslutíminn er langur og næmasta breytan er söluspá sem er áhættusamt þar sem erfitt er að spá fyrir um eftirspurn langt fram í tímann.”


Leiðbeinandi Júlíu var Dr Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði við HR. Prófdómari er Guðmundur Elías Níelsson iðnaðarverkfræðingur.

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is