Meistaravörn við tækni- og verkfræðideild – Sævar Örn Einarsson
Development of a Dynamic Multi-Belt Scale for IQF Sorting
Meistaravörn við tækni- og verkfræðideild – Sævar Örn Einarsson
Development of a Dynamic Multi-Belt Scale for IQF Sorting
Miðvikudaginn 27. mars kl. 13:00 í stofu M209 ver Sævar Örn Einarsson 30 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði.
Verkefnið heitir „Development of a Dynamic Multi-Belt Scale for IQF Sorting” og verður fyrirlesturinn fluttur í stofu M209. Öllum heimill aðgangur.
Leiðbeinandi:
Joseph Timothy Foley, lektor, Háskólinn í Reykjavík
Prófdómari:
Indriði Sævar Ríkharðsson, lektor, Háskólinn í Reykjavík
Útdráttur:
Valka býður upp á margar tæknilegar lausnir í fiskvinnslu hér á landi til að bæta flæði, nýtni
og minnka nauðsynlegt vinnuafl. Þróun nýrrar útgáfu af dýnamiskri vog var nauðsynleg til að
gera Völku kleift að flokka frosna bita hraðar en áður hefur verið boðið upp á. Hönnunin sem
hér kemur fram kynnir nýjan, minni vogarpall en hefur áður verið nýttur. Þessi vogarpallur
hreyfir bitana sjálfkrafa á færibandi og er ætlað að flokka frosinn fisk hraðar en áður með
möguleika á fleiri, samsíða straumum.
Forsemdur ítrunarhönnunar með frumforsemdum (e. Axiomatic Design) voru nýttar til að
meta hönnunarkosti fyrri útgáfar og þróa hina nýju. Allir íhlutir voru sérstaklega skoðaðir
með tilliti til nýrra krafna og nýja útgáfan er minni, stífari, hraðvirkari. Fjögur afbrigði voru
sérstaklega prófuð; tvær undirstöðuplötur með mismunandi efni og tveir kraftnemar. Fyrri
útgáfa vogarinnar hefur vigtað 80 ferska bita á mínútu með 95% vikmörk ±4g . Markmiðið
var að viðhalda sömu vikmörkum þegar 150 frosnir fiskbitar eru vigtaðir á hverri mínútu.
Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar benda á að besta afbrigðið sé notkun á Flintec PC6 kraftnema
og stálplötu sem undirstöðu. Vikmörk voru staðfest sem ±3,98g , svo markmiðinu var
náð. Lagðar eru fram tillögur að endurbótum sem eru líklegar til þess að auka nákvæmnina
enn frekar.
Abstract:
Today’s modern fishing industry creates a need to optimize production flow and product
yield while reducing human labor. Valka, an Icelandic tech company, was in need of a
new dynamic scale to offer more rapid weighing for sorting frozen fish pieces. The design
proposed herein features a smaller weighing platform than previously employed, meant for
sorting frozen fish pieces at a rate of 150 per minute with modular capabilities.
Axiomatic Design principles were applied in the development of the new design to systematically
evaluate the design characteristic. All components were reviewed and the new design
features smaller dimensions, a lower pitch conveyor belt and a different load cell with optimal
capacity. Four configurations were tested; two spacing support piece materials and two
types of load cell. Previous dynamic weighing products by Valka are capable of delivering
a 95% confidence interval of ±4g at a rate of 80 fresh fish pieces per minute. Therefore, the
goal was to maintain this accuracy while measuring 150 frozen fish pieces per minute.
The results presented suggest that the optimal configuration is that with the Flintec PC6 load
cell and a steel spacing support piece. The confidence interval of these measurements was
found to be ±3,98g , so the ideal was achieved.