Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar
Föstudaginn 11. maí er gestum og gangandi boðið í Háskólann í Reykjavík til að kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og hið öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild.
DAGSKRÁ
12:00 – 12:10 Opnun Tæknidags HR
Ari Kristinn Jónsson rektor býður gesti velkomna.
Sérstakir boðsgestir Tæknidags HR 2012 eru 20, 30 og 40 ára útskriftarárgangar tæknifræðinga.
12:10-13:00 Málþing: Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun
Fundarstjóri Guðrún A. Sævarsdóttir forseti tækni- og verkfræðideildar
- Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra
- Kristinn Andersen, Verkfræðingafélag Íslands
- Orri Hauksson, Samtök iðnaðarins
- Pétur Reimarsson, Samtök atvinnulífsins
- Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
- Umræður
13:00 Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði
Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra, og Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni. Nokkrir nemendur kynna lokaverkefni sín.
Málþingið fer fram í stofu V101.
13:45 Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR
Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan, í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.
- Mannvirki í Öskjuhlíð – samspil arkitektúrs og burðavirkjahönnunar – samstarf HR og LHI
- Gönguróbot til að prófa gervifætur – hreyfigreining og hönnun. Stofa V307.
- Sjálfvirkur kafbátur leikur listir sínar í Djúpinu. Kafbáturinn var framlag HR í alþjóðlegri keppni.
- Sjálfráður iðnróbot í fullu fjöri. Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
- Út í geim og aftur heim! – loftbelgur fer upp í 35 km hæð og tekur myndir í gufuhvolfinu. Stofa V106.
- Vindgöng, stór og smá, til kennslu og rannsókna. Stofa Rannsóknarstofa í kjallara.
- Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR. Stofa V117, Orkutæknistofa
- Hittu í mark – rafræna handboltamarkið e-Goal mælir hraða og nákvæmni boltans. Stofa V103.
- Burðarþolsprófun á steyptum plötum. Stofa V116, Byggingartæknistofa.
- Tölvustudd hönnun og álagsprófun á álbitum . Stofa V116, Byggingartæknistofa.
- Tölvustudd hönnun í þrívídd og smíði vélbúnaðar. Stofa V118, Vélsmiðjan.
- Áhrif hreyfináms á virkni heilans. Stofa V115, Heilbrigðistæknistofa.
- Róbot með sónar-sjón. Stofa V107.
- Hagnýt verkefni í raforkukerfum – opnar varnir á verkefnum nemenda. Stofa V111.
- Burðarvirkjahönnun húsbygginga. Stofa V109.
- Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V108.
- Hermun – opnar kynningar á verkefnum nemenda. Stofa V112.
- Verkefnastjórnun – leiðin til árangurs. Stofa V105.
- IPad fjarstýring fyrir iðntölvur - CoolMaster 7000. Stofa V103
Stofunúmer eru birt með fyrirvara um breytingar.
ALLIR VELKOMNIR!