Viðburðir eftir árum


Tæknidagur tækni- og verkfræðideildar

 • 11.5.2012, 12:00 - 16:00

Föstudaginn 11. maí er gestum og gangandi boðið í Háskólann í Reykjavík til að kynna sér afrakstur verklegra og hagnýtra námskeiða og hið öfluga starf sem unnið er í tækni- og verkfræðideild.

DAGSKRÁ

12:00 – 12:10 Opnun Tæknidags HR

Ari Kristinn Jónsson rektor býður gesti velkomna.

Sérstakir boðsgestir Tæknidags HR 2012 eru 20, 30 og 40 ára útskriftarárgangar tæknifræðinga.

12:10-13:00 Málþing:  Íslenskt atvinnulíf kallar á tæknimenntun

Fundarstjóri Guðrún A. Sævarsdóttir forseti tækni- og verkfræðideildar

 • Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra
 • Kristinn Andersen, Verkfræðingafélag Íslands
 • Orri Hauksson, Samtök iðnaðarins
 • Pétur Reimarsson, Samtök atvinnulífsins
 • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
 • Umræður

 
13:00 Viðurkenningar fyrir bestu lokaverkefni í tæknifræði

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra, og Önundur Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi lokaverkefni.  Nokkrir nemendur kynna lokaverkefni sín.

Málþingið fer fram í stofu V101.

13:45 Uppskeruhátíð 3ja vikna námskeiða tækni- og verkfræðideildar HR
Nemendur sýna verkefni sín, innandyra sem utan, í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík.

 • Mannvirki í Öskjuhlíð samspil arkitektúrs og burðavirkjahönnunar – samstarf HR og LHI
 • Gönguróbot til að prófa gervifætur – hreyfigreining og hönnun.  Stofa V307.
 • Sjálfvirkur kafbátur leikur listir sínar í Djúpinu. Kafbáturinn  var framlag HR í alþjóðlegri keppni.
 • Sjálfráður iðnróbot í fullu fjöri.  Stofa V207, Rafeindatæknistofa.
 • Út í geim og aftur heim! – loftbelgur fer upp í 35 km hæð og tekur myndir í gufuhvolfinu. Stofa V106.   
 • Vindgöng, stór og smá, til kennslu og rannsókna.  Stofa  Rannsóknarstofa í kjallara.
 • Frá bensíni yfir í rafmagn – rafbílaverkefni HR.  Stofa V117, Orkutæknistofa
 • Hittu í mark – rafræna handboltamarkið e-Goal mælir hraða og nákvæmni boltans.  Stofa V103.
 • Burðarþolsprófun á steyptum plötum.  Stofa V116, Byggingartæknistofa.
 • Tölvustudd hönnun og álagsprófun á álbitum .  Stofa  V116, Byggingartæknistofa.
 • Tölvustudd hönnun í þrívídd og smíði vélbúnaðar.  Stofa V118, Vélsmiðjan.
 • Áhrif hreyfináms á virkni heilans.  Stofa V115, Heilbrigðistæknistofa.
 • Róbot með sónar-sjón.  Stofa V107.
 • Hagnýt verkefni í raforkukerfum – opnar varnir á verkefnum nemenda.  Stofa V111.
 • Burðarvirkjahönnun húsbygginga.  Stofa V109.
 • Vöruþróun frá upphafi til enda – opnar kynningar á verkefnum nemenda.  Stofa V108.
 • Hermun – opnar kynningar á verkefnum nemenda.  Stofa V112.
 • Verkefnastjórnun – leiðin til árangurs.  Stofa V105.
 • IPad fjarstýring fyrir iðntölvur - CoolMaster 7000. Stofa V103

Stofunúmer eru birt með fyrirvara um breytingar. 

ALLIR VELKOMNIR!

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is